CABAS loftslagsútreikningur

CABAS loftlagsútreikingur er þjónusta frá CAB sem sýnir loftslagsfótspor tjónaviðgerða út frá CABAS útreikningum.

Þetta er ný þjónusta fyrir þig sem notanda CABAS. CABAS loftlagsútreikningar reiknar út loftslagsfótspor viðgerða þinna og gefur þér skýrslu gefið upp í koltvísýringsígildum (CO2e). Útreikningurinn er gerður á gögnum sem þegar eru til í CABAS og hægt er að fá bæði úr núverandi útreikningum og sögulegum eins langt aftur og 2020.

Hvernig það virkar
CABAS Loftlagsútreikningar er áskriftarþjónusta. Þú færð aðgang að loftslagsgögnum þínum í gegnum netviðmót skýrslugerðar þar sem þú getur líka flutt þau út á Excel sniði.

Einfaldar sjálfbærnivinnu þína
CABAS Loftlagsútreikingar gefur þér áreiðanleg gögn á sniði sem hægt er að nota til að fylgjast með sjálfbærnistarfi þínu og skýrslugerð samkvæmt bæði CSRD tilskipun ESB og Science Based Targets Initiative.

Vísindalega sannað reiknilíkan
Reiknilíkanið sem notað er í CABAS Loftlagsútreikingum var þróað af belgísku umhverfisstofnuninni VITO og byggir á lífsferilsgreiningu á viðgerðareiginleikum. Við útreikninginn er tekið tillit til fjölmargra þátta eins og gerð ökutækis, efni varahluta og þyngd, hvort notaðir eða nýir íhlutir hafi verið notaðir og hvort þeir hafi verið lagfærðir eða ekki.